Fréttir

Málþing um bókmenntaþýðingar á laugardag

Fjörlegt málþing um bókmenntaþýðingar fer fram laugardaginn 14. apríl nk. í húsakynnum Íslenskrar málnefndar. Meistaranemar í þýðingafræði fara þar yfir þýðingar verka af og á íslensku og rýna í kosti og galla, enda kemur oftast margt nýtt fram þegar rýnt er af nákvæmni í slík verk. Málþingið fer fram í Neshaga 16 á jarðhæð og hefst upp úr kl. 9 og stendur fram eftir degi.

Alls verða haldnir 15 fyrirlestrar auk eins sem verður birtur rafrænt. Fjallað verður um barnabækur, krimma, fagurbókmenntir og margt fleira á litrófi bókmenntanna. Allir eru velkomnir hvort sem þeir vilja heyra einstaka fyrirlestra eða alla. Dagskráin er sem hér segir:

9.00 - 9.20
Edda Fransiska Kjarval fjallar um Kóralínu eftir Neil Gaiman í þýðingu Margrétar Tryggvadóttur

9.20 - 9.40
María Kristjánsdóttir fjallar um Harry Potter og viskusteininn eftir J.K. Rowling í þýðingu Helgu Haraldsdóttur

9.40 - 10.00
Dominika Sigmundsson fjallar um Skugga-Baldur eftir Sjón í þýðingu Jacek Godeks

10.00 - 10.20
Stefanie Bade fjallar um Draumalandið / Traumland eftir Andra Snæ Magnason í þýðingu Stefanie Fahrner

10.20 - 10.40
Sólrún Svandal fjallar um Ástrík Gallvaska eftir Goscinny og Uderzo í þýðingu Þorbjörns Magnússonar og Þorsteins Thorarensen

10.40 - 11.00
Rósa María Hjörvar fjallar um verk Gunnars Gunnarssonar í þýðingu hans sjálfs annars vegar og Halldórs Laxness hins vegar

11.00 - 11.20
Aleksandra Maria Cieslinska  fjallar um Heiðu eftir Johanna Spyri í þýðingu Laufeyjar Vilhjálmsdóttur

11.20 - 11.40
Birna Lársdóttir fjallar um Ensku rósirnar eftir Madonnu í þýðingu Silju Aðalsteinsdóttur

11.40 - 12.00
Dominika Madajczak fjallar um 101 Reykjavík eftir Hallgrím Helgason í þýðingu Jacek Godeks

12.00 - 13.00
Hlé

13.00 - 13.20
Helga Hilmarsdóttir fjallar um Lísu í Undralandi eftir Lewis Carroll í þýðingu Þórarins Eldjárn

13.20 - 13.40
Hrafnhildur Guðmundsdóttir fjallar um Útlendinginn eftir Albert Camus í þýðingu Bjarna Benediktssonar og Ásdísar R. Magnúsdóttur

13.40 - 14.00
Katrín Harðardóttir fjallar um Lýðinn eftir Mariano Azuela í þýðingu Guðbergs Bergssonar

14.00 - 14.20
Ásta Arnardóttir fjallar um Kleifarvatn eftir Arnald Indriðason í þýðingu Bernard Scudders

14.20 - 15.00
Hlé

15.00 - 15.20
Maria Mercedes Peralta Noguera fjallar um Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness í þýðingu Floreal Mazia

15.20 - 15.40
Eva Dögg Diego Þorkelsdóttir fjallar um Makt myrkranna eftir Bram Stoker í þýðingu Valdimars Ásmundssonar

15.40 - 16.00
Ásdís Þorhallsdóttir fjallar um Dagleiðina löngu eftir Eugene O'Neill í þýðingu Illuga Jökulssonar

16.00 - 16.20
Kristín Baldursdóttir fjallar um Suður um höfin eftir Manuel Vázques Montalbán í þýðingu Jóns Halls Stefánssonar


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál