Fréttir

Sleipnir fer á flug

SleipnirReykjavík Bókmenntaborg UNESCO hefur gert áttfætta goðsagnahestinn Sleipni að sérstökum félaga sínum. Í nafni Sleipnis mun Bókmenntaborgin taka þátt í verkefnum sem snúa að lestrarhvatningu og skapandi starfi barna og ungmenna.

Skáldfákurinn Sleipnir mun standa að ýmsum lestarhvetjandi viðburðum á vegum Bókmenntaborgarinnar fyrir yngri kynslóðirnar. Sleipnir er goðsagnavera sem gædd er þeim töfrum að geta flogið á milli heima og er því táknmynd ferðalagsins og hugarflugsins sem bóklestur býður okkur upp á.

Hans fyrsta verkefni er að bjóða börn velkominn í Sleipnisstofu í Ævintýrahöllinni Iðnó á Barnamenningarhátíð daganna 17. – 21. apríl. Skipulög dagskrá er yfir daginn fyrir skóla og leikskóla en eftir skólatíma geta foreldar komið með börnin í Ævintýrahöllina og notið fjölbreyttrar dagskrár (sjá nánar á barnamenningarhatid.is) Einnig er hægt að njóta vorsins í ratleik með Sleipni sem leiðir fjölskyldur í kringum Reykjavíkurtjörn. Í leiknum leysa börn og foreldar laufléttar þrautir tengdar textum úr barnabókum.

Reykjavíkurborg leggur ríka áherslu á lestarhvetjandi starf með börnum og unglingum og mun Sleipnir styðja við þau verkefni sem eru í gangi og eins skapa vettvang fyrir ný. Reykjavíkurborg leggur þegar áherslu á slíkt starf með skapandi sumarhópum ungs fólks, barna- og unglingastarfi Borgarbókasafns, skapandi starfi í leikskólum og grunnskólum og nýrri Barnamenningarhátíð, en áhugi er fyrir því að efla samstarf ólíkra aðila á þessu sviði.

Í norrænni goðafræði er Sleipnir afkvæmi Loka að móðerni og jötnahestsins Svaðilfara. Sleipnir þýðir sá sem rennur hratt áfram. Hann var hestur Óðins og sagður bestur allra hesta ásanna enda hafði hann rúnir ristar á tennur sér.

Gunnar Karlsson teiknaði Sleipni eins og hann birtist hér í mynd.

Nánari upplýsingar veitir Kristín Viðarsdóttir, verkefnastjóri Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO: kristin.vidarsdottir@reykjavik.is, sími 590-1524.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál