Fréttir

Ljóðakvöld í Uppheimum á sumardaginn fyrsta

Leitin að upptökum OrinocoUppheimar fagna viku bókarinnar og sumardeginum fyrsta þann 19. apríl með útgáfu fjögurra ljóðabóka.

Af því tilefni bjóða Uppheimar til ljóðakvölds í húsakynnum sínum við Stórhöfða í Reykjavík (beint á móti Bílasölu Guðfinns) að kvöldi sumardagsins fyrsta klukkan 21.00.

Nýju bækurnar verða kynntar og höfundar og þýðandi lesa úr þeim.

Bækur þessar eru:
Birtan er brothætt – braghendur og hækur eftir Njörð P. Njarðvík
Hér vex enginn sítrónuviður eftir Gyrði Elíasson
Leitin að upptökum Orinoco eftir Ara Trausta Guðmundsson
Skrifað í stein, ljóðaúrval eftir Kjell Espmark, Njörður P. Njarðvík valdi og íslenskaði


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál