Fréttir

Laxness í Paradís

Í dag, 23. apríl, eru 110 ár liðin frá fæðingu Halldórs Laxness. Í tilefni afmælisins eru ýmsir atburðir á döfinni. Einn af þeim er kvikmyndahátíðin „Laxness í lifandi myndum“ sem haldin verður í Bíó Paradís dagana 23-28. apríl. Það verður sannkölluð kvikmyndaveisla en sýndar verða myndir sem byggðar eru á verkum Halldórs Laxness.

Myndirnar eru sumar kunnuglegar en aðrar hafa ekki sést lengi á Íslandi. Meðal annars verður höfð til sýninga sænska kvikmyndin Salka Valka sem gerð var árið 1954. Einnig verður hægt að sjá sjónvarpsmyndina Brekkukotsannál sem sýnd var á RÚV árið 1973. Hún verður nú í fyrsta skipti á hvíta tjaldinu og mun sjást í fyrsta skipti í lit, en hún var sýnd í svarthvítu á sínum tíma.
 
Á vef Bíó Paradísar má finna umfjöllun um hátíðina og brot úr kvikmyndunum má sjá á vef Gljúfrasteins.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál