Fréttir

Sveppi og Kinney hljóta Bókaverðlaun barnanna

Bókaverðlaun barnanna voru afhent í ellefta sinn á fimmtudaginn síðastliðinn, sumardaginn fyrsta, við skemmtilega athöfn í Borgarbókasafni. Veitt eru verðlaun fyrir bækur sem komu út á síðasta ári, fyrir eina frumsamda bók og eina þýdda. Bækurnar eru valdar af krökkum á aldrinum 6-12 ára víðsvegar af landinu.
 
Bækurnar Skemmtibók Sveppa eftir Sverri Þór Sverrisson og Dagbók Kidda klaufa: ekki í herinn! eftir Jeff Kinney, í þýðingu Helga Jónssonar hlutu verðlaunin í ár. Verðlaunin voru í bókarformi og fengu þeir félagar Sverrir Þór og Helgi bókina Út þagnarhyl, ævisögu Vilborgar Dagbjartsdóttur.
 
Að venju fengu nokkrir krakkar viðurkenningu fyir þátttöku sína í valinu. Viðurkenningarnar eru bækur, leikhúsmiðar og síðast en ekki síst fær eitt barnanna Sveppa í heimsókn í bekkinn sinn.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál