Fréttir

Ítalir dá Jóns Paradís

Paradiso e infernoJón Kalman Stefánsson er tilnefndur til ítalskra bókmenntaverðlauna, sem kennd eru við rithöfundinn fjölfróða og tungulipra Gregor Von Rezzori. Verðlaunin eru veitt árlega, nú í sjötta sinn, fyrir skáldsögu sem í ítalskri þýðingu, en Himnaríki og helvíti kom út þar ytra fyrir um ári síðan í þýðingu Silviu Cosimini. Fyrir hana hefur Jón áður verið tilnefndur til Bottari lattes Grinzane verðlaunanna þar í landi.

Verðlaunin verða afhent í Salone dei Cinquecento (eða „Sextándu aldar salnum“) í ráðhúsi Flórensborgar, Palazzo Vecchio, föstudaginn 15. júní næstkomandi.

Jón er ekki í afleitum félagsskap, en aðrir tilnefndir eru: Frakkinn Emannuel Carrère fyrir bókina D’autres vies que la mienne; Þjóðverjinn Jenny Erpenbeck fyrir Heimsuchung; hinn suður-afríski Damon Galgut fyrir In a Strange Room; og hinn spænski Enrique Vila-Matas fyrir Exploradores del abismo.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál