Fréttir

Tungutal á Súfistanum

Í tengslum við ráðstefnuna Art in Translation, sem haldin er í Norræna húsinu og Öskju dagana 24.–26. maí, verður efnt til upplestrar á Súfistanum í bókabúð Máls og menningar föstudaginn 25. maí kl. 20. Þar munu bæði íslenskir og erlendir höfundar lesa upp úr verkum sínum á ensku, og nefna þau uppákomuna Speaking Tongues.

Þau sem fram koma eru:

Andrej Blatnik,
Auður Ava Ólafsdóttir,
Robin Hemley og
Steinunn Sigurðardóttir

Andrej er frá Slóveníu og Robin frá Bandaríkjunum.
Dagskráin er öllum opin með húsrúm leyfir.

Nánari upplýsingar veitir Rúnar Helgi Vignisson í síma 895 7538.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál