Fréttir

Sköpunarskóli fyrir ungt fólk

Davíð StefánssonDavíð Stefánsson, ljóðskáld og bókmenntafræðingur, stendur fyrir sköpunarskóla í sumar fyrir ungt fólk á aldrinum 12-16 ára. Þar er kafað ofan í eðli þess að segja sögu, ekki síst út frá kvikmyndum, en í tilkynningu segir:

„Markmið námskeiðsins er að öðlast sjálfstraust og frelsi til að treysta eigin sköpunarkrafti og skilja valdið sem felst í því að skapa. Námskeiðið er mátuleg blanda af hugarflugi, skrifum, greiningu á kvikmyndum og hvetjandi fyrirlestrum um sköpunargáfuna.

Auk þess verður farið í fjölbreyttar vettvangsferðir og athyglisæfingar, s.s. að koma auga á hið sérkennilega, að taka eftir fólki, að greina stemningu í umhverfinu og geta miðlað hugsunum sínum niður á blað í eigin orðum.“

Tvö námskeið verða haldin, dagana 25.-30. júní og 2.-6. júlí. Verðið er 14.900, en 25% afsláttur reiknast ef keypt eru fleiri en einn námskeið.

Kennt er kl. 12:30-15:30 frá mánudegi til föstudags. Hluti hvers tíma fer í skapandi skrif þar sem nemendur fá stuðning til að skrifa eigin texta og þróa eigin hugmyndir.

Nánari upplýsingar má nálgast með því að senda póst á david@ljod.is eða hringja í síma 864-7200.

Davíð Stefánsson er höfundur kennslubókarinnar Tvískinnu (tviskinna.ljod.is), auk þess sem hann vinnur þessi misserin að námsefni fyrir efsta stig grunnskóla á vegum Námsgagnastofnunar. Davíð hefur áður kennt skapandi skrif hjá Listaháskóla Íslands, Kvikmyndaskóla Íslands og Háskólasetri Vestfjarða.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál