Fréttir

Blóðdropinn afhentur í bráð

Dómnefnd Hins íslenska glæpafélags hefur valið bestu glæpasögu ársins 2011 og hlýtur höfundur hennar Blóðdropann, glæpasagnaverðlaun félagsins. Jafnframt verður sú bók framlag Íslands til Glerlykilsins, norrænu glæpasagnaverðlaunanna, á næsta ári.

Tilnefndir höfundar voru eftirfarandi, í stafrófsröð:

Arnaldur Indriðason fyrir Einvígið.
Eyrún Ýr Tryggvadóttir fyrir Ómynd.
Óttar M. Norðfjörð fyrir Lygarann.
Ragnar Jónasson fyrir Myrknætti.
Sigrún Davíðsdóttir fyrir Samhengi hlutanna.
Sigurjón Pálsson fyrir Klæki.
Stefán Máni fyrir Feigð.
Yrsa Sigurðardóttir fyrir Brak.
Þorlákur Már Árnason fyrir Litháann.
 
Upplýst verður um verðlaunahöfundinn á Reykjavíkurtorgi á aðalsafni Borgabókasafns Reykjavíkur fimmtudaginn 21. júní klukkan 17.00. Léttar veitingar í boði.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál