Fréttir

Ást í meinum við Skólavörðustíg

Ást í meinum eftir Rúnar Helga VignissonNýr sagnasveigur Rúnars Helga Vignissonar, Ást í meinum, kemur út á morgun, fimmtudaginn 14. júní. Í tilefni af því standa Uppheimar, útgefendur bókarinnar, fyrir útgáfuhófi í verslun Eymundsson við Skólavörðustíg. Boðið verður upp á léttar veitingar og allir eru velkomnir.

Með sagnasveig er átt við smásagnasafn þar sem sögurnar tengjast allar innbyrðis, eða eins og segir í tilkynningu: „Bókin geymir fimmtán nýjar smásögur sem tengjast allar efnislega – raða sér í svokallaðan sagnasveig – en þær eiga það sammerkt að fjalla um náin samskipti. Höfundur spyr áleitinna spurninga um hjónabandið, ástina, kynlíf, barneignir, lífsstíl og heilbrigði og ekki hvað síst um það að eldast saman.“. Ást í meinum er þriðji sagnasveigur Rúnars Helga en hann hefur einnig sent frá sér fjórar skáldsögur, og hefur auk þess verið afkastamikill þýðandi undanfarin tuttugu ár.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál