Fréttir

Grettir sterki og ljóðaslamm

Þann 28. júlí n.k. er stefnt að því að fyrsta ljóðaslammið norðan heiða (svo vitað sé) muni fara fram á Grettisbóli. Grettisból er húsnæði og leikvangur í eigu Grettistaks ses.

Þátttaka í ljóðaslammi stendur öllum opin. Viðfangsefni eru persónur og leikendur Grettis sögu.
 
Grettistak er menningar og fræðslustofnun. Markmið hennar er að nýta menningararf og sögu Húnaþings vestra og er sérstök áhersla lögð á að vinna með hetjuna Gretti Ásmundarson frá Bjargi í Miðfirði, en frá ævi hans segir í Grettis sögu.
 
Grettishátíð er árlegur viðburður á vegum Grettistaks ses. Hátíðin er skemmtun heimafólks haldin til heiðurs kappanum Gretti sterka Ásmundarsyni. Fjölbreytt dagskrá er á hverju ári, sögustund að Bjargi, aflraunakeppni heimafólks, leikir fyrir börn, veitingar og ýmis önnur skemmtun.
Ljóðaslammið er liður í dagskrá Grettishátíðar þessa árs. Nánar um Grettistak á www.grettistak.is
 
Við framkvæmd verður farið eftir viðmið Borgarbókasafns Reykjavíkur (með góðfúslegu leyfi):
Ljóðaslamm felst í flutningi frumsamins ljóðs eða ljóða þar sem áherslan er ekki síður á flutninginn eða gjörninginn en á ljóðið sjálf. Þannig telst hefðbundinn ljóðaupplestur ekki til ljóðaslamms, heldur er áherslan á ljóðaflutning sem sviðslist og miðað við að flytjandi eða flytjendur fari með ljóðið samhliða tónlist, myndlist eða leiklist. Hvort sem er einstaklingur eða hópur getur flutt ljóðið.
Dæmi:
Tónlist (undirspil/millispil),
Rapp,
Hljóðmynd (einhverjir hljóðeffektar),
Myndefni (myndband/skyggnur),
Leikrænn flutningur eða dans,
Leiklestur.

Almenn viðmið fyrir þátttakendur (og dómnefnd):
Hvert atriði taki í mesta lagi 5 mínútur;
Ljóðið verður að vera á íslensku;
Gæta verður velsæmis í orðbragði og þess að vera ekki særandi gagnvart einstaklingum og / eða hópum;
Texti 40%, flutningur 60%;
Tæknimál verða að vera einföld (einn skjávarpi og tjald, ekki eru aðstæður fyrir sviðsmynd nema það sem fólk getur auðveldlega tekið með sér inn á sviðið);
Hámarksfjöldi í hóp: 5 manns.
 
Áhugasamir skrái sig á netfang grettistakses@gmail.com til 15. júlí n.k.
Frekari upplýsingar veitir Gudrun Kloes í síma 898 5154 eða netfangi gudrun@ssnv.is.

Stefnt er að því að heimildamynd verði gerð af þessum viðburði.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál