Fréttir

Blóðdropinn afhentur Klækjum

Klækir eftir Sigurjón PálssonSigurjón Pálsson hlýtur Blóðdropann, íslensku glæpasagnaverðlaunin, í ár fyrir skáldsöguna Klæki. Verðlaunin veitir Hið íslenska glæpafélag og er sigurvegarinn valinn af dómnefnd á þess blóðugu snærum. Klækir verður jafnframt framlag íslendinga til Glerlykilsins, norrænu glæpasagnaverðlaunanna.

Sigurjón veitti dropanum viðtöku á opinberri leyniathöfn á aðalsafni Borgarbókasafns síðdegis í dag, fimmtudaginn 21. júní. Eiríkur Brynjólfsson, foringi Hins íslenska glæpafélags, afhenti verðlaunagripinn, eins og sjá má á mynd hér fyrir neðan.

Klækir er fyrsta skáldasaga Sigurjóns og fór e.t.v. ekki mjög hátt þegar hún kom út í vetur. Ingvi Þór Kormáksson var formaður dómnefndar Blóðdropans en í umfjöllun sinni um bókina hér á bókmenntir.is sagði hann meðal annars að Klækir væri „í stíl við erlendar spennusagnabókmenntir“, hún væri enn fremur þrælspennandi og „tilhlökkunarefni að snúa til hennar að kveldi dags.“ Við óskum Sigurjóni hjartanlega til hamingju.

Sigurjón Pálsson og Eiríkur Brynjólfsson


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál