Fréttir

Flughöfnin fyllt ljóði

Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO, í samstarfi við Höfuðborgarstofu og ISAVIA, hefur komið fyrir brotum úr íslenskum skáldskap í enskum þýðingum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Verkefnið miðar að því að kynna íslenska orðlist fyrir ferðamönnum sem eiga leið um flugstöðina og um leið að vekja athygli á því að Reykjavík er ein af Bókmenntaborgum UNESCO.

Á veggjum, gólfum, speglum og gluggum flugstöðvarinnar geta ferðalangar nú lyft andanum með því að lesa stutt brot úr ljóðum og sögum íslenskra höfunda, en alls eru tilvitnanirnar tuttugu talsins. Meðal höfunda eru Nóbelsskáldið Halldór Laxness, Vilborg Dagbjartsdóttir, Sjón, Auður Ava Ólafsdóttir og Pétur Gunnarsson. Sjá nánar um þetta á vef Bókmenntaborgarinnar.

Jónas Þorbjarnarson er einnig meðal skáldanna hverra ljóð prýða fleti flugstöðvarinnar, en Jónas lést fyrir aldur fram í grennd við heimili sitt á Norður-Ítalíu í maí síðastliðnum. Línurnar sem hér má sjá eru úr ljóðinu Umbrot, sem nefnist Volcanism í þýðingu Bernards Scudders.

Volcanism (Umbrot) á vegg flughafnarinnar

Ljóðið birtist upprunalega í Hliðargötum frá árinu 2001, þýðing Scudders kom út í safni ljóðaþýðinga hans Icelandic Poetry fyrr á þessu ári.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál