Fréttir

Fleiri heimsbókmenntir á hausti

Heimsbókmenntahaustið heldur áfram í bókmenntaborginni Reykjavík og nú fáum við að kynnast einum merkasta höfundi Mexíkó.
Í tilefni útgáfu bókarinnar Jesúsa: óskammfeilin, þverúðug og skuldlaus á íslensku verður höfundur hennar, Elena Poniatowska, á Íslandi 9. – 13. september. Efnt verður til höfundakvölds í Iðnó mánudaginn 10. september og daginn eftir verður málþing um mexíkóskar bókmenntir í Norræna húsinu.

Elena Poniatowska (f. 1932) er einn þekktasti og merkasti rithöfundur Mexíkó og skrifar bæði skáldverk, blaðagreinar og fræðilegar bækur um samfélagsmál. Hún beinir ekki síst sjónum að mannréttindamálum og félagslegri stöðu kvenna og fátækra. Hin sérstaka og áhrifamikla saga um Jesúsu hefur verið gefin út hátt í fjörutíu sinnum í Mexíkó og verið þýdd á fjölmörg tungumál. Poniatowska hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir verk sín.

HÖFUNDARKVÖLD Í IÐNÓ
Mánudaginn 10. september kl. 20 verður haldið höfundarkvöld til heiðurs Poniatowsku í Iðnó.
Dagskráin er svohljóðandi:

Ávarp: Friðrik Steinn Kristjánsson, ræðismaður Spánar.
Margrét Jónsdóttir Njarðvík fjallar um mexíkóskar bókmenntir.
María Rán Guðjónsdóttir, þýðandi Jesúsu, ræðir um verkið.
Þórey Sigþórsdóttir leikkona les upp úr Jesúsu.
Ávarp: Elena Poniatowska.
Forlagið býður upp á fordrykk áður en dagskráin hefst og veitingasala hússins verður opin meðan á henni stendur. Bókin verður til sölu á tilboðsverði og Poniatowska áritar verkið.
Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

MÁLÞING UM ÞÝÐINGAR OG HÖFUNDARVERK PONIATOWSKU
Þriðjudaginn 11. september kl. 9 – 14 verður haldið málþing um mikilvægi þýðinga svo og um höfundarverk Poniatowsku í Norræna húsinu.
Fjallað verður á ensku um þýðingar kl. 9 – 11 og á spænsku verður dagskrá um höfundaverk Poniatowsku kl. 11 – 13. Poniatowska ávarpar gesti í lok dagskrár.

Dagskrá:

9:00 - Viola Miglio: Opening remarks

9:05 - Ástráður Eysteinsson: Iceland as a Place of Translation

9:50 – 9:45
- S. Jill Levine, University of California, Santa Barbara: Translating Literary Latin America
- Viola G. Miglio, UC, Santa Barbara: “Hasta no verte, Salka mía.” A Translation Studies Approach
- Nathanial Gardner, University of Glasgow: “Hasta no verte, Jesús mío.” Initial Reactions to Recent Developements
- Hólmfríður Garðarsdóttir, University of Iceland: Poniatowska og bókmenntasaga kvenna

11:10 – 11:30 - Kaffihlé

11:20 – 12:40
- Sara Poot Herrera, University of California, Santa Barbara: Elena Poniatowska y sus sagas mexicanas
- Iliana Alcántar, Queens College, CUNY (lesið af Teté Poot-Herrera): Elena Poniatowska y los estudios de género
- Claudia Parodi, University of California, Los Angeles: Los Mexicos de Leonora de Elena Poniatowska
- Ana Buungard, University of Århus: Tinísima: memoria, historia, e intimidad

12:45 – 1:15
Elena Poniatowska on Jesúsa – Introduced by Hólmfríður Garðarsdóttir and Sara Poot-Herrara

Eftirfarandi aðilar standa að heimsókn Poniatowsku til Íslands: Ræðismannsskrifstofa Spánar á Íslandi, Mexíkóska sendiráðið í Danmörku, Forlagið, Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO, Háskólinn í Santa Barbara, Háskóli Íslands og Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur.
 


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál