Fréttir

Útgáfuhóf – Brot af staðreynd

Brot af staðreynd eftir Jónas ÞorbjarnarsonFimmtudaginn 20. september kl. 17 verður haldið útgáfuboð í Bókabúð Máls og menningar á Laugavegi 18. Tilefnið er útgáfa ljóðabókarinnar Brot af staðreynd eftir Jónas Þorbjarnarson, en hann gekk frá henni til útgáfu skömmu áður en hann lést síðastliðið sumar, einungis 52 ára að aldri. Ástráður Eysteinsson mun segja nokkur orð um skáldið og rithöfundarnir Bjarni Bjarnason og Óskar Árni Óskarsson lesa ljóð úr bókinni.  Brot af staðreynd er níunda ljóðabók Jónasar Þorbjarnarsonar.

Allir eru velkomnir.

Ástráður Eysteinsson hefur nokkuð ritað um ljóð Jónasar og þýddi nýverið bók hans Hliðargötur á ensku ásamt Julian Meldon D'Arcy. Ástráður skrifar formála þessarar síðustu ljóðabókar Jónasar, en þar segir:

„Í fyrstu bók Jónasar kynntust lesendur þroskuðu skáldi sem hafði greinilega þegar haft drjúg kynni af heimi nútímaljóðlistar; lifað þar, skynjað og hugsað. Hann hélt tryggð við þennan tjáningarmáta. Þótt hann væri sískrifandi og setti heilmikinn prósa á blað var ljóðið sá miðill sem hann deildi með öðrum. Hann mótaði smám saman sinn eigin ljóðaheim og þar má rekja slóðir hans og grennslast fyrir um kennileiti, áningarstaði og stefnumót.“

Sjá síður Jónasar og ritaskrá hér á vefnum.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál