Fréttir

Hvernig verður bók til? – Ríkisfang: ekkert

Sigríður Víðis JónsdóttirFyrirlestraröðin Hvernig verður bók til? hefur nú göngu sína, fjórða árið í röð. Þar lýsa rithöfundar tilurð verka sinna og spjalla við áheyrendur um þau.

Sigríður Víðis Jónsdóttir ríður á vaðið þetta haustið og fjallar um bókina Ríkisfang: Ekkert, sem fékk viðurkenningu Hagþenkis í vor, auk þess sem hún var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Fjöruverðlaunanna. Í bókinni rekur Sigríður sögu einstæðra palestínskra mæðra sem sættu ofsóknum í Íraksstríðinu, hrökkluðust úr landi og fengu að lokum pólitískt hæli á Íslandi. Sigríður ræðir um tilurð bókarinnar, vinnulag sitt og þann farveg sem hún kaus að beina frásögn sinni í.

Fyrirlestur fer fram í Norræna húsinu fimmtudaginn 27. september kl. 12–13.

Fyrirlesturinn er á vegum námsbrautar í ritlist í samvinnu við Norræna húsið og Bókmennta- og listfræðastofnun HÍ.

Allir velkomnir.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál