Fréttir

Bækur og tré í bókakaffi

Jón Björnsson, sálfræðingur og rithöfundur, stýrir bókakaffi í kaffihúsi Menningarmiðstöðvarinnar Gerðubergs í kvöld, miðvikudaginn 26. september. Þær Ásta K. Hauksdóttir og Hanna G. Sigurðardóttir eru gestir Jóns og verða honum til aðstoðar, en yfirskrift kvöldsins er „Bækur og tré“. Ætla þau Jón, Ásta og Hanna að ræða ljóð og bækur um tré, Ask Yggdrasils, drottninguna af Saba og föstudaginn 14. september, svo eitthvað sé nefnt.

Bókakaffi hóf göngu sína haustið 2011 og er hluti af dagskrárröð í Gerðubergi á miðvikudagskvöldum. Fjórða miðvikudag hvers mánaðar býður Borgarbókasafn Reykjavíkur upp á bókakaffi í  kaffihúsinu. Þar er spjallað um bækur af ýmsu tagi á léttum nótum á meðan gestir kaffihússins njóta veitinga í notalegu andrúmslofti.  Markmiðið með bókakaffinu er að kynna áhugaverðar bókmenntir og ræða um þær á óformlegan hátt svo og að sýna fjölbreytileika íslenskra bókmennta og sagnamennsku.

Sjá dagskrá haustsins á vefsíðu Menningarmiðstöðvarinnar Gerðubergs.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál