Fréttir

Kvöldstund með Houellebecq á Sólon

Kortið og landið eftir Michel HouellebecqFranski rithöfundurinn Michel Houellebecq er nú staddur á Íslandi til að kynna bók sína Kortið og landið, sem kom nýlega út í íslenskri þýðingu Friðriks Rafnssonar. Áður hafa komið út hér á landi bækur hans Öreindirnar (2000) og Áform (2002), einnig í þýðingu Friðriks.

Fimmtudaginn 11. október kl. 20 verður haldið höfundarkvöld til heiðurs Houellebecq á Kaffi Sólon, Bankastræti 7a.

Friðrik Rafnsson mun kynna Michel Houellebecq stuttlega og svo mun hann ræða við skáldið á frönsku um bókina Kortið og landið og önnur höfundaverk hans. Torfi Túlíníus mun túlka jafnóðum.

Nokkuð verður um upplestur: Houellebecq og Friðrik lesa stuttan kafla úr bókinni. Hallgrímur Helgason, rithöfundur, mun lesa þýðingar sínar á ljóðum Houellebecq og Houellebecq mun lesa þau sömu á frummálinu.

Að lokum verður boðið upp á spurningar úr sal.

Bókin, Kortið og landið, verður til sölu á staðnum og hægt verður að fá áritun hjá Houellebecq.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál