Fréttir

Útgáfu Bíldshöfða fagnað við Stórhöfða

Bíldshöfði„Þegar fréttamiðlarnir hafa barið nógu lengi á skilningarvitunum fer mann að þyrsta í tíðindi“, segir á einum stað í ljóðabók Bjarna Gunnarssonar, Bíldshöfða. Sú er einmitt nýkomin út og á hraðri leið að finna sína, eins og þar stendur, en í tilefni útgáfunnar bjóða Uppheimar í vöfflukaffi sunnudaginn næstkomandi, þann 14. október kl. 15-17. Þar ætlar Bjarni að lesa upp úr bókinni og fleira skemmtilegt, auk þess að heilsa leynigesti, sem ku bresta í söng.

Þetta verður í húsnæði Uppheima við Stórhöfða í Reykjavík, beint á móti Bílasölu Guðfinns. Allir eru velkomnir.

Fyrr um daginn verður afhjúpun bókmenntamerkinga og meira Vögguvísustuð á Aðalstrætinu, svo sunnudagurinn lítur hreint ekki illa út!


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál