Fréttir

Maraþonlestur í Borgarbókasafni

Í tilefni Lestrarhátíðar í október, sem Reykjavík Bókmenntaborg Unesco stendur fyrir, munu framhaldsskólanemar vera með upplestur frá kl. 9-21 í söfnum Borgarbókasafns. Lesið verður í tvo tíma í hverju safni og endar lesturinn í aðalsafni kl. 21. Nemendur lesa texta að eigin vali eða í samráði víð kennara sína og má búast við að fjölbreytnin verði mikil. Allt í allt má búast við að á þriðja hundrað nemendur taki þátt í maraþoninu. Ari Eldjárn lokar svo lestrarmaraþoninu með léttu uppistandi í aðalsafni kl. 21.

Allir eru velkomnir til að koma og leggja við hlustir

Dagskrá lestrarmaraþonsins:

Borgarholtsskóli
í Foldasafni, Grafarvogskirkju v/Fjörgyn, kl. 9-11

Menntaskólinn við Sund
í Sólheimasafni, Sólheimum 27, kl. 11-13

Fjölbrautarskólinn í Breiðholti
í Gerðubergssafni, Gerðubergi 3-5, kl. 13-15

Fjölbrautaskólinn í Ármúla
í Ársafni, Hraunbæ 119, kl. 15-17

Verzlunarskóli Íslands
í Kringlusafni, Kringlunni, kl. 17-19

Menntaskólinn í Reykjavík
í aðalsafni, Tryggvagötu 15, kl. 19-21

Uppistand með Ara Eldjárn í aðalsafni kl. 21

Auk ofangreindra framhaldsskóla er maraþonlesturinn þreyttur í samstarfi við Reykjavík Bókmenntaborg Unesco, Dominos Pizzur og Vífilfell.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál