Fréttir

Nýjar rannsóknir á bókmenntum tímabilsins 1700–1850

Félag um átjándu aldar fræði heldur málþing undir yfirskriftinni „Nýjar rannsóknir á bókmenntum tímabilsins 1700–1850“ í Þjóðarbókhlöðu, fyrirlestrasal á 2. hæð, laugardaginn 3. nóvember 2012.

Málþingið hefst kl. 13.30 og því lýkur um kl. 16.30.

Flutt verða fjögur erindi sem hér segir:

Sciagraphia Hálfdanar Einarssonar
Íslensk bókmenntasaga anno 1777
Gottskálk Þór Jensson, prófessor í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands

Ævintýri í skáldsögu – skáldsaga í ævintýri
Um skáldsöguhneigð í Ólandssögu eftir Eirík Laxdal og galdur sagnaþularins
María Anna Þorsteinsdóttir, íslenskufræðingur

KAFFIHLÉ

Íslensk fornrit og þýskar bókmenntir 1750–1850
Gylfi Gunnlaugsson, bókmenntafræðingur

Valin sögubrot
Udvalgte Sagastykker I og II. Sýnisbækur Gríms Thomsen frá 1846 og 1854
Kristján Jóhann Jónsson, dósent í íslensku við Háskóla Íslands

Fundarstjóri: Þóra Kristjánsdóttir, listfræðingur.

Flutningur hvers erindis tekur um 20 mínútur. Um 10 mínútur gefast til fyrirspurna og umræðna að loknu hverju erindi.

Veitingar verða á boðstólum í hléi fyrir framan fyrirlestrasalinn á 2. hæð.

Útdrættir úr erindum munu liggja frammi á málþinginu. Þeir verða síðar aðgengilegir á heimasíðu félagsins, http://fraedi.is/18.oldin/


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál