Fréttir

Dagur íslenskrar tungu

Degi íslenskrar tungu er fagnað sextánda nóvember ár hvert, þegar Jónas Hallgrímsson hefði orðið ári eldri, hefði hann lifað. Auðvitað eru viðburðir dagsins margir hverjir hafnir og úti þegar þetta er lesið, en nóg er enn: Það er frír aðgangur að Gljúfrasteini í allan dag, félag stúdenta í íslenskum fræðum heldur hátíð, Þórarinn Eldjárn kemur fram á Vík í Mýrdal í kvöld, Jónasarvaka hefst í Þjóðmenningarhúsinu seinni partinn, verðlaun Jónasar Hallgrímssonar verða veitt sem og Íslenskuverðlaun unga fólksins, og svo mætti áfram telja. Þessu er öllu haldið til haga á vefsíðu Menningarmálaráðuneytisins, mun betur en hér gefst kostur á.

Og að lokum: þau sem litu hingað inn til þess helst að flýja Facebook geta nú hörfað aftur í þann mjúka faðm, nánar tiltekið á Facebook-síðu dags íslenskrar tungu, sem er hér.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál