Fréttir

Jólabækurnar á Gljúfrasteini

HKL flettir í jólabók sem hann jarðar síðan í Tímariti Máls og menningar næsta vor..Á Gljúfrasteini hefur það tíðkast frá opnun safnsins að fá nokkra þeirra höfunda sem eiga nýjar bækur í jólabókaflóðinu til þess að lesa úr bókum sínum. Árið í ár er engin undantekning og framundan eru því kjörin tækifæri til að taka sér hvíld frá jólaamstrinu, koma sér vel fyrir í hlýjunni í stofunni á Gljúfrasteini og hlusta á uppáhaldshöfundinn sinn gefa sýnishorn af því sem koma skal. Höfundarnir í ár eru ekki af verri endanum en dagskrána fyrir næstu fjóra sunnudaga má sjá á heimasíðu Gljúfrasteins.

Sunnudaginn 25. nóvember klukkan kl. 16.00 munu fyrstu fjórir höfundarnir stíga á stokk.

Kristín Marja Baldursdóttir - Kantata
Steinunn Sigurðardóttir - Fyrir Lísu
Kristín Ómarsdóttir - Milla
Bjarni Gunnarsson - Bíldshöfði

Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál