Fréttir

Furðusagnahátíð í Norræna

Föstudag og laugardag 23.-24. nóvember stendur Íslenska furðusagnafélagið fyrir hátíð í Norræna húsinu þar sem furðusögur og skyldar bókmenntir verða í hávegum hafðar. Verslunin Nexus og útgáfufélagið Rúnatýr eru aðalstyrktaraðilar hátíðarinnar.

Dagskráin stendur frá klukkan þrjú til sjö á föstudeginum og sama tíma á laugardeginum. Báða dagana er þétt dagskrá þar sem ýmsir höfundar furðusagna, hvort sem um ræðir vísindaskáldskap, fantasíur eða gufupönk, munu lesa upp. Einnig verða fyrirlestrar á fræðilegri nótum þar sem Ármann Jakobsson talar um árdaga íslensku vísindaskáldsögunnar og Björn Þór Vilhjálmsson mun ræða þýðingar á hryllingsögum bandaríska höfundarins H.P. Lovecraft, meðal annarra.

Aðstandendur hátíðarinnar eru Þorsteinn Mar, útgefandi og rithöfundur, og þeir Kjartan Yngvi Björnsson og Snæbjörn Brynjarsson, handhafar íslensku barnabókaverðlaunana 2012. Markmið hátíðarinnar er fyrst og fremst að vekja athygli á þessum bókmenntageira og opna fyrir umræðuna um hann, enda er mikil furðusagnabylgja að hefjast í íslenskum bókmenntaheimi.

Dagskrá hátíðarinnar er svohljóðandi:

Föstudagur
15:00 - Setning
15:10 - Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir
15:40 - Rökkurhæðir (upplestur)
16:00 - Hlé
16:15 - Ármann Jakobsson
16:45 - Kristján Már Gunnarsson (upplestur)
17:00 - Björn Þór Vilhjálmsson
17:30 - Emil Hjörvar Petersen (upplestur)
17:45 - Hlé
18:00 - Þorsteinn Mar
18:30 - Einar Leif Nielsen (upplestur)
19:00 - Fundarslit

Laugardagur
15:10 - Kjartan og Snæbjörn (upplestur)
15:30 - Gunnar Theodór Eggertsson (upplestur)
15:50 - Hlé
16:00 - Emil Hjörvar Petersen
16:30 - Hildur Knútsdóttir (upplestur)
16:50 - Ragnheiður Gestsdóttir 
17:20 - Hlé
17:40 - Pallborðsumræður


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál