Fréttir

Gerður og framtíðin

Sjóndeildarhringurinn – Ísland framtíðarinnar er yfirskrift málfundaraðar sem Háskólinn á Bifröst stendur fyrir og hófst í byrjun október síðastliðnum. Fundirnir eru haldnir í húsnæði skólans að Hverfisgötu 4-6 (5. hæð) í Reykjavík.

Í þessari málfundaröð er sjónum beint að framtíðinni í víðu samhengi. Fyrirlesarar velta fyrir sér þróuninni næstu 10-20 árin, bæði á Íslandi og alþjóðlega, en hafa algerlega frjálsar hendur um efnistök að öðru leiti. Gefinn er kostur á umræðum að fyrirlestri loknum.

Mánudaginn 26. nóvember milli kl. 12.00-13.00 ætlar Gerður Kristný Guðjónsdóttir að fjalla um þær hugmyndir sem voru uppi um framtíðina þegar hún var að alast upp. Fæstar hafa þær ræst – sem betur fer.

Allir velkomnir.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál