Fréttir

Bragur og stíll á rannsóknarkvöldi

Miðvikudaginn 28. nóvember kl. 20 heldur Félag íslenskra fræða rannsóknarkvöld í ReykjavíkurAkademíunni, að fjórðu hæð Hringbrautar 121.

Þar fjallar Kristján Árnason um stíl og brag í Passíusálmum Hallgríms Péturssonar.
 
Halldór Laxness segir um Hallgrím Pétursson í „Inngángi að Passíusálmum“ (Vettvángur dagsins 1986), bls. 44: „Óskilgreinanlegur yndisleiki hins fædda snillíngs er alstaðar nálægur í ljóði hans – í myndunum og orðavalinu, áherslunum, hrynjandinni, í því hvernig hann ber túnguna, í því hvernig hann dregur andann – hvort heldur hann finnur til með Jesú eða hinni limalösnu ösnu Barlaams.“ Í erindi sínu mun Kristján leggja út frá þessum orðum og velta fyrir sér bragnotkun Hallgríms, hrynjandi sálmanna, rími og stuðlun.

Kristján Árnason er prófessor í málfræði við íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Hann stundar m.a. rannsóknir á bragfræði.
 
Í hléi verða „litlu jólin“ og býður félagið upp á veitingar.

Uppfært 5 des: Upphaflega birtum við með þessari frétt mynd af skáldinu og þýðandanum Kristjáni Árnasyni, en ekki nafna hans málfræðiprófessornum eins og betur hefði, og er nú lagfært.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál