Fréttir

Jólabækur á Gljúfrasteini

Fyrsti sunnudagur í aðventu er handan við hornið og ekki seinna vænna að fara að baka, kaupa gjafir, skreyta, skúra, skrúbba og bóna. Það er þó öllum hollt að taka sér hlé öðru hvoru og reyna að njóta aðventunnar þrátt fyrir verkin sem bíða. Þá er tilvalið að kíkja upp á Gljúfrastein á annan jólabókaupplestur þeirra á vetri, sem haldinn verður á sunnudaginn 2. desember. Skáldin sem lesa þennan sunnudaginn eru að vanda ekki af verri endanum en þau eru:

Gyrðir Elíasson - Suðurglugginn
Dagur Hjartarson - Þar sem vindarnir hvílast
Sigurbjörg Þrastardóttir - Stekk
Gerður Kristný - Strandir

Upplesturinn verður í stofunni á Gljúfrasteini kl. 16.00 og er ókeypis inn.

Allir eru velkomnir meðan húsrúm endist.

 


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál