Fréttir

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2013 voru kynntar í dag. Íslenskar tilnefningar að þessu sinni eru skáldsagan Konan við 1000° gráður – Herbjörg María Björnsson segir frá eftir Hallgrím Helgason og smásagnasveigurinn Valeyrarvalsinn eftir Guðmund Andra Thorsson. Bækurnar komu báðar út hjá JPV útgáfu í fyrra.

Tilnefningar berast frá níu löndum eða málsvæðum, heildarlistann má lesa hér á vefsíðu Norðurlandaráðs.

Verðlaunahafinn verður síðan kynntur á þingi Norðurlandaráðs í Osló í lok október 2013. Svo nú er bara að bíða og sjá. Og lesa!


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál