Fréttir

Ljóðadagskrá á Café lingua

Mánudaginn 3. desember verður ljóðadagskrá á Café Lingua, á aðalsafni Borgarbókasafns. Allir eru velkomnir að koma með/fara með ljóð á íslensku eða á öðru tungumáli, ljóð eftir uppáhaldsljóðskáldið eða eigin ljóð. Samtalið mun fara fram á íslensku. Starfsfólk Borgarbókasafns hefur dagskrána með ljóðum á íslensku og dönsku.

Allir eru velkomnir, heitt verður á könnunni og þátttaka er ókeypis. Café Lingua stendur frá kl. 17-18.

Café Lingua hóf göngu sína í aðalsafni Borgarbókasafns mánudaginn 26. nóvember með hraðstefnumótum við fjölda tungumála. Markmiðið með Café Lingua er að skapa tækifæri fyrir fólk til að skerpa á tungumálakunnáttu sinni, kynnast öðrum tungumálum og menningarheimum, rækta móðurmálið, hitta aðra heimsborgara og spjalla saman í notalegu umhverfi.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál