Fréttir

Tilnefning mjólkurfernuskálds

Játningar mjólkurfernuskálds eftir Arndísi ÞórarinsdótturJátningar mjólkurfernuskálds eftir Arndísi Þórarinsdóttur hefur verið tilnefnd til Norrænu barnabókaverðlaunanna 2013. Félag fagfólks á skólasöfnum tilnefnir eina íslenska bók sem keppir til verðlaunanna, en þau voru stofnuð árið 1992 af Félagi norrænna skólasafnavarða, og hafa upp frá því verið veitt árlega. Ljóst verður um sigurvegarann næsta sumar, þegar verðlaunin verða afhent í Færeyjum.

Játningarnar eru fyrsta bók Arndísar og hún dregur vel í fyrsta kasti, við óskum henni hjartanlega til hamingju.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál