Fréttir

Sunnudagur á Gljúfrasteini

Þriðja sunnudag í aðventu, þann 16. desember kl. 16, verður síðasti upplestur ársins á Gljúfrasteini. Þá ætla Stefán Pálsson, Vilborg Davíðsdóttir, Huldar Breiðfjörð og Kristín Steinsdóttir að lesa upp úr nýjum bókum sínum.

Það er upplagt að leggja leið sína í Mosfellsdalinn og láta jólastressið líða úr sér í stofu skáldsins ásamt því að hlusta á höfunda lesa úr verkum sínum. Þetta skiptið verður boðið upp á ævisögu ð, sögulegar skáldsögur og ljóð og ættu því allir að finna eitthvað við sitt hæfi.

Dagskrá sunnudagsins er semsé eftirfarandi:

Stefán Pálsson - ð ævisaga
Vilborg Davíðsdóttir - Vígroði
Huldar Breiðfjörð - Litlir sopar
Kristín Steinsdóttir - Bjarna-Dísa

 Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir!


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál