Fréttir

Fjöruverðlaunin 2013, tilnefningar

Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna – bókmenntaverðlauna kvenna – voru kynntar á aðalsafni Borgarbókasafns nú fyrir stundu. Verðlaunin verða afhent á Góugleðinni, árlegri bókmenntahátíð kvenna, en þangað til geta lesendur lagt eigið mat á og velt því fyrir sér hver þessara kvenna verður hlutskörpust.

Verðlaun eru veitt í þremur flokkum; fyrir skáldverk, barna- og unglingabækur, og fræðirit. Tilnefningarnar að þessu sinni eru eftirfarandi.

Í flokki skáldverka:

Hvítfeld – Fjölskyldusaga – Kristín Eiríksdóttir
Ljósmóðirin – Eyrún Ingadóttir
Ósjálfrátt – Auður Jónsdóttir

Í flokki barna- og unglingabóka:

Grímsævintýri – Kristín Helga Gunnarsdóttir
Mitt eigið Harmagedón – Anna Heiða Pálsdóttir
Randalín og Mundi – Þórdís Gísladóttir

Í flokki fræðirita:

Við góða heilsu? Konur og nútímaheilbrigði í nútímasamfélagi – Ritstýrt af Helgu Gottfreðsdóttur og Herdísi Sveinsdóttur
Sagan af Klaustrinu á Skriðu - Steinunn Kristjánsdóttir
Reykholt: Archaeological Investigations at a high status farm in Western Iceland – Guðrún Sveinbjarnardóttir


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál