Fréttir

Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana

Enn af verðlaunum og viðurkenningum! Bóksalar og starfsfólk bókaverslana hafa nú komið sér saman um tuttugu og sjö bestu bækurnar sem komið hafa út á árinu. Þetta mun vera í þrettánda skipti sem verðlaunin eru veitt og nú hefur barna- og unglingabókum verið skipt í tvo flokka, þ.e. barnabækur annars vegar og táningabækur hins vegar – auk íslenskra þýðinga beggja vegna. Listinn er svohljóðandi:

Besta íslenska skáldsagan
1. Illska – Eiríkur Örn Norðdahl
2. Undantekningin – Auður Ava Ólafsdóttir
3. Ósjálfrátt – Auður Jónsdóttir

Besta skáldsagan í íslenskri þýðingu
1. Nútíminn er trunta – eftir Jennifer Egan, í þýðingu Arnars Matthíassonar
2. Kortið og landið – eftir Michel Houellebecq, í þýðingu Friðriks Rafnssonar
3. Hin ótrúlega pílagrímsganga Harolds Fry – eftir Rachel Joyce, í þýðingu Ingunnar Snædal

Besta íslenska barnabókin
1. Randalín og Mundi – Þórdís Gísladóttir
2. Flóðhesturinn sem vildi sjá rassinn á sér – Kristján Hjálmarsson og Salbjörg Rita Jónsdóttir
3. Skrímslaerjur – Áslaug Jónsdóttir ofl.

Besta barnabókin í íslenskri þýðingu
1. Ótrúleg saga um risastóra peru – eftir Jakob Martin Strid, í þýðingu Jóns St. Kristjánsson
2. Þytur í laufi – eftir Kenneth Grahame, í þýðingu Jóns Arnar Marinóssonar
3. Grimmsystur: ævintýraspæjarar – eftir Michael Buckley, í þýðingu Mörtu Hlínar Magnadóttur og Birgittu Elínar Hassell

Besta íslenska táningabókin
1. Hrafnsauga – Kjartan Yngvi Björnsson og Snæbjörn Brynjarsson
2. Aþena - að eilífu kúmen! – Margrét Örnólfsdóttir
3. Spádómurinn – Hildur Knútsdóttir

Besta táningabókin í íslenskri þýðingu
1. Hringurinn – eftir Mats Strandberg og Sara Bergmark Elfgren, í þýðingu Þórdísar Gísladóttur
2. Heimili fröken Peregrine fyrir sérkennileg börn – eftir Ransom Riggs, í þýðingu Ragnheiðar Margrétar Guðmundsdóttur
3. Þrettán ástæður – eftir Jay Asher, í þýðingu Ágústs Péturssonar

Besta ljóðabókin
1. Megas - textar 1966-2011 – Megas
2. Litlir sopar – Huldar Breiðfjörð
3. Strandir – Gerður Kristný

Besta handbókin / fræðibókin
1. Stuð vors lands – Dr. Gunni
2. Hárið – Theodóra Mjöll, ljósmyndir eftir Sögu Sig
3. Hver er ég - og ef svo er, hve margir? – Richard D. Precht

Besta ævisagan
1. Gísli á Uppsölum – Ingibjörg Reynisdóttir
2. ð – ævisaga – Stefán Pálsson
3. Pater Jón Sveinsson, Nonni – Guðmundur F. Guðmundsson


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál