Fréttir

Auður Jónsdóttir og spurðu spurningarnar

Spyr.is** hefur undanfarna þriðjudaga boðið lesendum að spyrja rithöfunda Forlagsins spurninga. Í flestum tilvikum virðast hafa borist svör. Þannig reið Stefán Máni á vaðið, þá sat Kristín Marja fyrir svörum, síðan Einar Kárason og í þessum skrifuðu orðum berast inn spurningar til Auðar Jónsdóttur. Það er nú dálítið gaman að þessu. Þarna kemur ekki fram hversu lengi verður opið fyrir spurningar til Auðar, en það er um að gera að láta vaða ef vill.

**Þeim sem spyrja sig „hvað er spyr.is?“ er ráðlagt að smella ekki á tengilinn „Um Spyr“ á umræddri síðu, þar eð útskýringar Spyr á sjálfu sér vekja fleiri spurningar en önnum kafnir netverjar kunna að hafa efni á að hugleiða á síðustu metrum aðventunnar. Okkur er nær að gera eins og saklaust barn sem stendur frammi fyrir kraftaverki jólanna; að spyrja í mesta lagi hvort við fengum yfirhöfuð í skóinn, ekki „hvernig fer Gáttaþefur að því að lauma happaþrennunni oní stígvélið mitt þegar glugginn er lokaður og við í svalalausu hótelherbergi í Rúðuborg? Og af hverju fékk ég ekki að skafa hana sjálf(ur)?“ Það eru engar ástæður, einungis kraftaverk jólanna.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál