Fréttir

Einar Kára í Landnámssetri á laugardag

Einar Kárason ætlar að flytja söguna af Sturlu Sighvatssyni við sérstakt tilefni í Landnámssetrinu í Borgarnesi laugardaginn næstkomandi, þann 12. janúar, kl. 20. Um er að ræða sömu sögu að uppistöðu og segir í Skáldi, sem Einar sendi frá sér fyrir jólin. Með þessari munnlegu frásögn má þó segja að Einar fari hamskiptum, þar sem hann segir sögu Sturlu í fyrstu persónu og leggur áherslu á persónulega nánd við áhorfendur og hlustendur.

Miðapantanir eru í síma 437 1600.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál