Fréttir

Sýning á norrænum myndasögum opnar á laugardag

Á laugardaginn kemur, þann 12. janúar, opnar sýning á norrænum myndasögum í aðalsafni Borgarbókasafns Reykjavíkur, Tryggvagötu 15. Sýningin nefnist Nordicomics Islands og er haldin í samstarfi við Finnsku myndasögusamtökin, Norræna menningarsjóðinn og Menningarsjóð Íslands og Finnlands. Þar gefur að líta eftirprentanir úr verkum myndasöguhöfunda frá öllum norðurlöndunum, en þetta er farandsýning sem hefur göngu sína hér í Reykjavík og heldur svo áfram til Nuuk í Grænlandi, þá Maríuhafnar í Álandseyjum og endar loks í Þórshöfn í Færeyjum.

Þemu sýningarinnar snúa að frábrigðum og fjarlægðum milli fólks og landsvæða; túlkun aðkomumanns á ókunnugu umhverfi; og sagnfræðilegum og tilfinningalegum landsvæðum norðursins, frá persónulegu sjónarhorni höfundarins.

Myndasöguhöfundar sýningarinnar eru:

Mari Ahokoivu (FI), Eeva Meltio (FI), Josefin Svenske (SE), Lene Ask (NO), Søren Mosdal (DK), Hugleikur Dagsson (IS), Nuka K. Godtfredsen (GL) og Linus Strandberg (AX).

Sýningin opnar kl. 15, allir velkomnir og léttar veitingar í boði.

Sýningin mun standa til 12. febrúar.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál