Fréttir

Tíu ára afmæli rithringur.is

Vefsíðan rithringur.is opnaði fyrir almenningi þann 1. febrúar 2003 og fagnar því tíu ára afmæli í dag. Rithringurinn hefur verið fyrsti og eðlilegasti kostur yrkjandi netverja, sem leitað hafa að uppbyggilegri gagnrýni og samfélagi rithöfunda á ýmsu reki og róli. Við óskum rithringur.is og notendum vefsins til hamingju með afmælið og áframhaldandi gleði á ritvelli og rýnisvelli.

Þá er ekki úr vegi að benda á nýlega rafbók sem fáanleg er á rafbókaveitunni emma.is, en það er Rithringur.is: Smásögur 2012. Þar birtast sögur þrettán höfunda sem, eins og nafnið gefur til kynna, hafa allir notið góðs af samfélagi og samvinnu vefsins.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál