Fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur nú verið sett á stofn með lögum sem afgreidd voru frá Alþingi í desember síðastliðnum.

Við stofnun Miðstöðvar íslenskra bókmennta sameinast Bókmenntasjóður og verkefnið Sögueyjan Ísland.

Hlutverk miðstöðvarinnar er að styrkja útgáfu íslenskra ritverka og útgáfu erlendra bókmennta á íslensku. Jafnframt er hlutverk hennar að kynna íslenskar bókmenntir hér á landi og erlendis og stuðla að útbreiðslu þeirra – og efla bókmenningu á Íslandi.

Stjórn nýrrar Miðstöðvar íslenskra bókmennta skipa:

Hrefna Haraldsdóttir, formaður, skipuð af mennta- og menningarmálaráðherra,

Jón Karl Helgason, varaformaður, tilnefndur af Rithöfundasambandinu,

Hlín Agnarsdóttir, tilnefnd af Rithöfundasambandinu,

Þórunn Sigurðardóttir, tilnefnd af Hagþenki og

Sigurður Svavarsson, tilnefndur af Félagi íslenskra bókaútgefenda.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál