Fréttir

Fjöruverðlaunin afhent á sunnudag

Fjöruverðlaunin – bókmenntaverðlaun kvennaSunnudaginn 24. febrúar næstkomandi verða Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, afhent í sjöunda sinn. Fjöruverðlaununum er meðal annars ætlað að vekja athygli á mikilvægu framlagi kvenna til íslenskra bókmennta. Boðið verður upp á lífleg tónlistaratriði, kaffi og léttar veitingar. Hátíðin fer fram í Iðnó og hefst dagskrá klukkan 11.00.

Heiðursgestur hátíðarinnar er frú Vigdís Finnbogadóttir og flytur hún ávarp um félagsskap fyrrverandi þjóðarleiðtoga. Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra afhendir að því loknu verðlaunin.

Veitt eru verðlaun í þremur flokkum og tilnefndar bækur eru eftirfarandi:

Fagurbókmenntir
Kristín Eiríksdóttir: Hvítfeld – fjölskyldusaga. Útg. JPV
Eyrún Ingadóttir: Ljósmóðirin. Útg. Veröld
Auður Jónsdóttir: Ósjálfrátt. Útg. Mál og menning

Fræðibækur
Helga Gottfreðsdóttir og Herdís Sveinsdóttir: Við góða heilsu? Konur og nútímaheilbrigði í nútímasamfélagi. Helga Gottfreðsdóttir og Herdís Sveinsdóttir ritstýra. Útg. Háskólaútgáfan
Steinunn Kristjánsdóttir: Sagan af klaustrinu á Skriðu. Útg. Sögufélagið
Guðrún Sveinbjarnardóttir: Reykholt: Archaeological Investigations at a High Status Farm in Western Iceland. Útg. Þjóðminjasafn Íslands og Snorrastofa
 
Barna- og unglingabækur
Anna Heiða Pálsdóttir: Mitt eigið Harmagedón. Útg. Salka
Kristín Helga Gunnarsdóttir: Grímsævintýri. Útg. Mál og menning
Þórdís Gísladóttir: Randalín og Mundi. Útg. Bjartur

Að verðlaunaafhendingu lokinni verða pallborðsumræður undir stjórn Brynhildar Heiðar- og Ómarsdóttur þar sem rætt verður um hlutverk og sérstöðu kvenna í listum á Íslandi. Rætt verður um hvort, og af hverju, enn sé þörf á sérstökum verðlaunum fyrir framlag kvenna á mismunandi sviðum lista á Íslandi. Í pallborði sitja Hlín Agnarsdóttir fyrrverandi leikstjóri, Ragnhildur Jóhanns myndlistamaður, Sigrún Eldjárn myndlistamaður og rithöfundur og Védís Hervör Árnadóttir tónlistarkona og formaður Félags kvenna í tónlist. 

Allt áhugafólk um bókmenntir og listir er velkomið á meðan húsrúm leyfir. Aðgangseyrir er 1.500 krónur og innifalið í verðinu eru léttar veitingar og kaffi. Gestir eru vinsamlegast beðnir um að mæta tímanlega en dagskráin er í Iðnó og hefst stundvíslega klukkan 11.00 og stendur til 13.00.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál