Fréttir

Afhjúpun skálda heldur áfram

Þriðjudagskvöldið 26. febrúar halda meðgönguljóð í samstarfi við Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO þriðja upplestrarkvöldið í dagskrárröðinni „Afhjúpun" þar sem lítt þekktum skáldum gefst tækifæri til að koma fram með þekktari starfssystkinum sínum. 

Dagskráin fer fram í bókakaffi Iðu í Zimsen húsinu við Vesturgötu og hefst kl. 20:00.

Í þetta sinn koma ungskáldin Gréta Kristín Ómarsdóttir og Bergrún Anna Hallsteinsdóttir fram með reynsluboltanum Sigurði Pálssyni.

Kynnir kvöldsins er Valgerður Þóroddsdóttir.

Bergrún Anna Hallsteinsdóttir
Bergrún Anna Hallsteinsdóttir í morgunsól.

Sigurður Pálsson er einn ástsælasti rithöfundur þjóðarinnar og hefur gefið út fimmtán ljóðabækur, þrjár skáldsögur, tvær endurminningabækur og fjölda leikrita svo fátt eitt sé nefnt.

Gréta Kristín Ómarsdóttir (1990) er nemi í bókmenntafræði og kynjafræði við Háskóla Íslands. Hún gaf út sína fyrstu ljóðabók hjá Populus Tremula forlaginu á Akureyri aðeins átján ára gömul.

Bergrún Anna Hallsteinsdóttir (1986) ólst upp á Nýja Sjálandi en hefur búið á Íslandi í fimm ár. Hún stundar nám í myndlist við Listaháskóla Íslands.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál