Fréttir

Bókakaffi í Gerðubergi: Send í sveit

Bókakaffi Menningarmiðstöðvarinnar Gerðubergs eru haldin fjórða fimmtudag í mánuði og stýrir Jón Björnsson umræðum ásamt gestum sínum. Fimmtudagskvöldið 28. febrúar velta Jón og gestir hans því fyrir sér hvers vegna sögupersónurnar Tobba, Árni í Hraunkoti og Unnur Guttormsdóttir voru send í sveit. Hvernig gekk það og hvað varð svo úr þessu fólki? Jón og félagar spá í heilnæmi dalalífsins og siðspillinguna á mölinni.

Bókakaffið er haldið í kaffihúsi Menningarmiðstöðvarinnar Gerðubergs fimmtudaginn 28. febrúar og hefst það kl. 20. Allir eru velkomnir.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál