Fréttir

Veruleiki draumanna

Upplestrarhópur Félagsmiðstöðvarinnar Hæðargarði 31, undir stjórn Soffíu Jakobsdóttur, stendur fyrir dagskrá tileinkaðri Ingibjörgu Haraldsdóttur skáldi og rithöfundi í tilefni af 70 ára afmælis hennar í október síðastliðnum.

Dagskráin nefnist „Veruleiki draumanna“ og hefst kl. 20 þriðjudaginn 5. mars í Gunnarshúsi, húsi Rithöfundasambands Íslands að Dyngjuvegi 8.

Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Dagskráin tekur rúman klukkutíma og til þess gerð að eiga saman notalega kvöldstund og njóta skáldskapar Ingibjargar.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál