Fréttir

Bókmenntir og þessháttar á Hugvísindaþingi

Hugvísindaþing 2013 verður haldið í Aðalbyggingu Háskóla Íslands 15. og 16. mars. Í ár verður boðið upp á ríflega hundrað fyrirlestra í um þrjátíu málstofum um allt milli himins og jarðar, m.a. Njálu, yfirnáttúru á miðöldum, róttæka heimspeki, Ameríkudrauma, málbreytingar, voveifleg dauðsföll og synd og skömm.

Hægt er að skoða dagskrá Hugvísindaþings á heimasíðu Hugvísindastofnunar: hugvis.hi.is/hugvisindathing

Hugvísindasvið hefur vakið athygli á eftirfarandi málstofum er tengjast bókmenntum:

Ameríkurnar og innflytjendur: tregi, þrár, bjartir draumar og brostnir

Biblían, áhrif og þýðingar

Breytileiki Njáls sögu

Eyjar í norrænum fornbókmenntum (Islands in Medieval Norse Literature)

Háskóli, tilgangur og siðvitund

Hugrænt bland í poka

Með fáum orðum: Örsagan í spænskumælandi löndum

Módernismi

Skólun skálda

Synd og sekt – skinhelgi og skömm? Trúar- og siðferðisboðskapur í menningu og bókmenntum

Sögulega skáldsagan

Yfirnáttúruleg reynsla á miðöldum og skilgreining hennar

Þýðing bernskunnar

Þræðir þýðinga: Ívaf eða uppistaða?


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál