Fréttir

Leikur skáldskaparins

Annemette HejlstedAnnemette Hejlsted, lektor í dönskum bókmenntum við Háskóla Íslands, heldur fyrirlestur miðvikudaginn 20. mars sem ber yfirskriftina „Fiktionens leg“. Þar mun hún fjalla um eðli og einkenni skáldskapar (fiktion) og taka dæmi úr dönskum samtímabókmenntum, kvikmyndum og sjónvarpsþáttum.

Fyrirlesturinn verður fluttur á dönsku miðvikudaginn 20. mars kl. 16 í Norræna húsinu, og er haldinn á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum og Norræna hússins.

Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál