Fréttir

Auður á Gljúfrasteini

Systurnar Auður og Rannveig Jónsdætur ætla að segja frá Auði Sveinsdóttur, ömmu sinni, í stofuspjalli á Gljúfrasteini fimmtudagskvöldið 21. mars kl. 20.30.

Auður Sveinsdóttir var ekki einungis húsfreyja á Gljúfrasteini, eiginkona, móðir og amma heldur var hún um langt árabil ritari og nánasti samverkamaður Halldórs Laxness. Hún var sjálfstæð og nýmóðins þrátt fyrir að hafa lifað og hrærst í sínu eiginkonuhlutverki og sem húsmóðir uppi í sveit. Hún var byggingarstjóri þegar Gljúfrasteinn var byggður 1945 og hélt um alla þræði. Stóð fyrir veislum og viðburðum á Gljúfrasteini, tók þátt í félagsstörfum, skrifaði í tímarit um minjagripagerð, listir og handverk.

Vinafélag Gljúfrasteins stendur fyrir viðburðinum. Guðrún Pétursdóttir formaður Vinafélags Gljúfrasteins mun bjóða gesti velkomna og Jórunn Sigurðardóttir verður í hlutverki spyrils og umræðustjóra.

Aðgangseyrir er enginn og eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál