Fréttir

Ævintýri H.C. Andersen á Rafbókavefnum

Alþjóðlegi barnabókadagurinn er í dag, 2. apríl. Það er og afmælisdagur H.C. Andersen. Rafbókavefurinn heldur upp á daginn með því að birta þrjú bindi af Ævintýrum H.C. Andersens á rafbókarformi, sem öllum er frjálst að sækja og lesa án endurgjalds. Textinn hefur verið lesinn yfir af sjálfboðaliðum í dreifðum prófarkalestri Rafbókavefsins.

Það var Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, sem „ýtti á enter“ og birti bækurnar á Rafbókavefnum, við dulitla athöfn á aðalsafni Borgarbókasafnsins fyrr í dag.

Þar með er ákveðnum áfanga náð í dreifðum prófarkalestri vefsins, en ásamt ævintýrunum birti vefurinn í dag fimm aðrar rafbækur sem komnar eru úr höfundarrétti, þar á meðal Námur Salómons konungs í þýðingu Einars Kvaran og Litla sögu um herhlaup Tyrkjans á Íslandi árið 1627 eftir Ólaf Egilsson.

Katrín Jakobsdóttir
Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra

 


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál