Fréttir

Bókamessa í Hannesarholti á miðvikudag

Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum býður til bókamessu í Hannesarholti, Grundarstíg 10, 101 Reykjavík, miðvikudaginn 10. apríl kl. 16-18.

Viðburðurinn er haldinn í tilefni útgáfu bóka á síðustu misserum sem starfsmenn stofnunarinnar standa að á einn eða annan hátt. Fræðimennirnir munu kynna bækur sínar og svara spurningum viðstaddra.

Bækurnar sem kynntar verða eru sem hér segir :

Tímarit SVF :

  • Rebekka Þráinsdóttir, Ásdís R. Magnúsdóttir og Sigríður Á. Eiríksdóttir, Milli mála. Tímarit um erlend tungumál og menningu.

Rannsóknarit :

  • Auður Hauksdóttir, Dansk som fremmedsprog i en akademisk kontekst. Om islændinges behov for danskkundskaber under videreuddannelse i Danmark, Københavnerstudier i Tosprogethed, Bind 68, Københavns Universitet, Det Humanistiske Fakultet, 2012.
  • Annemette Hejlsted, Fiktionens genrer. Teori og analyse, København : Samfundslitteratur, 2012.

Bækur í þýðingu fræðimanna SVF :

  • Ásdís R. Magnúsdóttir : Histoire des Bretagnes 3 : La Petite Saga de Tristan et autres sagas islandaises inspirées de la matière de Bretagne,  Centre de Recherche Bretonne et Celtique, Université de Bretagne Occidentale, Brest, 2012.
  • Kristín Guðrún Jónsdóttir : Svarti sauðurinn og aðrar fabúlur eftir Augusto Monterroso, Bjartur, 2012.
  • Stefano Rosatti : Rosa candida eftir Auði Övu Ólafsdóttur, Torino : Einaudi, 2012.

Tvímála rit SVF :

  • Hólmfríður Garðarsdóttir ásamt Sigrúnu Á. Eiríksdóttur - Yfir saltan mar eftir Jorge Luis Borges, SVF og Háskólaútgáfan, 2012.

Boðið verður upp á léttar veitingar og að kaupa bækur að kynningunum loknum.

Aðgangur að bókamessunni er ókeypis og öllum heimill.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál