Fréttir

Ljóðakvöld Uppheima á laugardag

Bókaútgáfan Uppheimar fagnar vori með útgáfu þriggja nýrra ljóðabóka. Af því tilefni býður forlagið til ljóðakvölds í húsakynnum sínum við Stórhöfða í Reykjavík (beint á móti Bílasölu Guð­finns) að kvöldi laugardagsins 13. apríl klukkan 20.30.

Lesið verður úr nýju ljóðabókunum, en þær eru:

Tími kaldra mána eftir Magnús Sigurðsson
Skuldunautar eftir Steinunni G. Helgadóttur
og Þúfnatal eftir Guðbrand Siglaugsson.

Auk þess fá gestir að heyra úr enn óútgefnu handriti Sigfúsar Bjartmarssonar.

Hægt verður að kaupa bækurnar á sérstöku tilboði á staðnum, hverja á 1.990kr. eða allar saman á 4.990kr.

Tími kaldra mána eftir Magnús SigurðssonSkuldunautar eftir Steinunni G. HelgadótturÞúfnatal eftir Guðbrand Siglaugsson


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál