Fréttir

Einar Már Jónsson og Örlagaborgin í Hannesarholti

Örlagaborgin eftir Einar Má JónssonMánudaginn 15. apríl kl. 20 stendur Hannesarholt, menningarhús við Grundarstíg 10, fyrir kvöldstund með Einari Má Jónssyni. Sjónum verður einkum beint að bókinni Örlagaborgin: brotabrot úr afrekasögu frjálshyggjunnar, sem Einar Már gaf frá sér á síðasta ári. Hilmar Örn Agnarsson tónlistarmaður leikur á píanó í bland við upplestur Einars Más og spjall um efni bókarinnar. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Örlagaborgin vakti verðskuldaða athygli og hlaut m.a. tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki fræðibóka og bóka almenns efnis. Um er að ræða fyrra bindi af tveimur. Segja má að tilefni bókarinnar séu atburðir síðustu ára: aðdragandi hrunsins, aðgerðir eða aðgerðaleysi einstakra manna og rætur þessa alls – frjálshyggjan og kennisetningar hennar. Í Örlagaborginni fer Einar Már yfir kennisetningarnar, skoðar hvernig þær urðu til, hvaða hlutverki þær gegndu og hvernig þær bárust áfram.

Hægt verður að kaupa veitingar á kaffihúsi Hannesarholts.

Einar Már er sagnfræðingur og doktor í miðaldafræðum. Hann kenndi um árabil við Sorbonne-háskóla í París þar sem hann er búsettur. Bók hans, Bréf til Maríu, vakti þónokkra athygli og umræður þegar hún kom út árið 2007.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál