Fréttir

Baldur Óskarsson látinn

Baldur ÓskarssonBaldur Óskarsson lést á sunnudaginn var, þann 14. apríl 2013. Hann var 81 árs gamall.

Baldur var blaðamaður á Tímanum við upphaf sjöunda áratugar síðustu aldar. Hann var skólastjóri Myndlistaskóla Reykjavíkur árin '65-'73 og fréttamaður á Ríkisútvarpinu til margra ára.

Fyrsta útgefna verk Baldurs var smásagnasafnið Hitabylgja, sem kom út árið 1960, en frá því hann gaf frá sér sína fyrstu ljóðabók, Svefneyjar (1966) má segja að hann hafi einbeitt sér að ljóðforminu frekar en öðru. Ljóðabækur hans eru fimmtán talsins, auk þýðinga, safnrita og þessháttar, en sú síðasta, Langtfrá öðrum grjótum, kom út árið 2010.

Þar er að finna margar sterkar myndir, þar á meðal þessa hér, sem fangar fallegt sjónarhorn en kallar um leið á aðra framandi sýn á sama veruleika:

Útsýni

Úr glugganum mínum sé ég í rauðan húsvegg
á uppsvölunum vappar lítil dúkka
þar bærast líka fjólur
                      og pabbinn grillar.
Yfir þeim hvelfist himinninn fagurblár.

Ljáðu mér augun þín, Hollendingur!

Sjáið síður Baldurs hér á bókmenntir.is.


Til bakaSenda Senda Prenta Prenta Senda á Facebook

Leitað að verki

Höfundur:
Ritverk:


Skipta um leturstærð


Tungumál